Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 38
líka hefi gjört, að málefni kristindómsins sé betur
borgiö í frjálsri og sjálfstjórnandi kirkju en í ófrjálsri
ríkiskirkju, —ekki nema því að eins að menn hafi það
fyrir satt, að ríkiskirkju-fyrirkomulagið eigi rót sína í
einhverjum guðlegum ákvæðum í nýja testamentinu.
En sú skoðan er mér vitanlega ekki til meðal Islend-
inga í nútíðinni, þó að eg hafi rekið mig á hana hjá
einstaka guðfræðingi annarra þjóða. þegar um bibl-
íu-kritíkina áminstu er að ræða, þá er þar alt öðru
máli að gegna. þar er sú kredda, sem vita mátti um
fyrirfram, að særa myndi trúartilfinning margra vel
kristinna manna eigi síður hjá vorri þjóð en hverri
annarri. Enda er enginn vafi á því, að það, sem í
liðinni tíð hefirsagt verið opinberlega á íslenzku í þá
átt, hefir þegar hneykslað ekki svo fáa trúaða Islend-
inga. Og það mjög eðlilega, fyrir þá sök, að sér-
kenning þessi eða kredda gengur meginmáli kristin-
dómsopinberunarinnar, miðpunkti trúarinnnar á Jesúm
Krist, svo háskalega nærri, eða sýnist að minnsta kosti
gjöra það.
Setjum svo, að allt það reynist satt, sem biblíu-
kritík sú, fer fram á, er séra Jón Helgason hefir tekið
að sér. það eru nú ekki miklar líkur til þess, að sú
verði reyndin. En hugsum oss, að þar sé að eins um
sannleik að ræða. það getur eins fyrir því verið var-
úðarvert og beinlínis rangt í kristilegu tilliti að fara
með það mál—þessa svo kölluðu ,,niðurstöðu ninna
vísindalegu rannsókna“—eins og gjört hefir verið.
Séra Jón Helgason ráðleggur andmælanda sínum séra
Birni B. Jónssyni að lesa biblíuna betur, og muni
hann þá geta séð, að andmæli hans gegn biblíu-kritík-
inni hafi þar engan stuðning. Eg vildieigi síðurbróð-