Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 77
77
aö skilja sannleikann æ betur og betur og hjálpa öör-
um til þess.
Eg veit þaö vel, aö eg lít á mál þetta á nokkuð
annan veg* en flestir þeirra, sem nú heyra mál mitt.
Hugsun yðar mun aö líkindum hvað eftir annað ýfast
upp, er þér hlýðið því máli, er nú ætla eg að flytja.
En er mér ekki óhætt eftir svo margra ára samvinnu í
víngarði drottins að bera það traust til yðar, að þér
ætlið ekki, að léttúðin, eða fordildin, eða hégóma-
skapurinn leggi mér hugsanir í hjarta og orð á varir í
jafn-alvarlegu máli og þessu? Má eg ekki eiga von á,
að þér takið þeim fáu hugsunum vel, sem eg hefi fram
að bjóða, þótt þær kunni að einhverju leyti að brjóta
bág við það, sem þér áður hafið vanist,—að þér prófið
þær og reynið í hjörtum yðar eins og stiltum og skyn-
sömum mönnum sæmir og dæmið þær ekki rangar og
fánýtar fyr en þér hafið samvizkusamlega vegið þær
og fundið þær of léttar? Ef eg má eiga von á þessu,
er eg hjartanlega ánægður. Eg heimta engan veginn,
að þér fallist á mál mitt að svo stöddu. Eg vil ein-
mitt ekki, að þér gjörið það, fyr en þér eruð fullkom-
lega sannfærðir um það í hjarta yðar, að öll þau sann-
indi til sáluhjálpar, sem þér trúið, standi öldungis ó-
högguð eins eftir sem áður og verði skýrari í huga yð-
ar. En má eg ekki vera svo djarfur að vona, að þér
berið sömu virðingu fyrír skoðunum rnínum í þessum
efnum og eg ber fyrir yðar? Þær hafa þegar fyrir
löngu myndast í hjarta mínu af lotning fyrir þeim guði
sem eg trúi á,—honum, er eg vildi í öllu þjóna af öll-
um kröftum lífs og sálar.