Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 101
101
krefst þess, aö mennirnir séu líka heilagir. En vér
sjáum þar líka náð guðs og miskunnsemi, sem vill
beygja sig niöur að syndugum manni og hrífa hann
undan valdi hins illa. Þessir tveir eiginleikar drottins,
er menn komu svo vel auga á á gamlatestamentistíð-
inni, vekja friðþægingarþrána í hjörtum þjóðarinnar
og veita líka bending um, á hvern hátt henni mundi
verða fullnægt.
5. í nýja testamentinu nær þessi opinberun hinni
æðstu fullkomnun, þar sem mannkynsfrelsarinn, Jesús
Kristur, birtist. Allar leiðir gamla testamentisins
liggja í áttina til hans. Hann er hið eðlilega blóm,
sem guðsþekking gamla testamentisins hlýtur að bera
í fyllingu tímans. Svo framarlega sem vér viðurkenn-
um hann sjálfan sem guðlega opinberun, hljótum vér
að játa þá guðsþekking, er í gamlatestamentinu leiðir
oss til hans og býr oss undir komu hans, guðlega opin-
berun.
Ein einasta mynd lyftir sér upp frá hinum mörgu
blaðsíðum nýja testamentisritanna fyrir hugskotssjón-
um sálar minnar,— myndin af lausnara mannanna,
Jesú Kristi. Mér er þar sagt frá fæðing hans, kenn-
ing hans, pínu, dauða og upprisu frá dauðum. Að
öllu leyti kemur hann mér fyrir sjónir eins og sá, er
mennirnir þráðu. Sálu mína dregur hann upp að sér
og huga minn allan með einhverju segulafli, er eg fæ
eigi skilið. Að síðustu fell eg á ásjónu rnína frammi
fyrir honum og segi: drottinn minn og guð minn !
Á hverju veit eg nú að biblían er innblásin af anda
drottins? Af því að andi þess guðs, sem birtist mér í
í Jesú Kristi, blæs þar á móti mér. Lesi eg gamla
testamentið eftir bókstafnum, vill sú tilfinninning oft