Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 41
41
lingsins og framtíöarvelferö kirkjunnar væri undir
komin.
Nú vil eg benda á aöra kreddu eða annan þránd
í Götu á framfaraleið kirkjunnar. það er seremoníu-
trúin, sem líka er, svona hægt og hægt, að klappa á
dyr hjá oss og beiðast inngöngu. Sú af kirkjudeild-
unum kristnu, sem auðugust er af seremoníum, er
kaþólska kirkjan, svo sem yður mun öllum kunnugt.
þar næst er biskupa-kirkjan enska, enda er annar
vængur hennar nálega al-kaþólskur. En þar á eftir
kemur lúterska kirkjan næst. Sumir ætla, að mesti
styrkur kaþólsku kirkjunnar liggi í hinum margbrotnu,
dularfullu, viðhafnarmiklu, glæsilegu seremoníum
hennar. Og sú getgáta er víst ekki mjög fjarri sanni.
En það þýðir lítið til góðs, úr því margra alda reynsla
er búin að sýna, að kaþólska kirkjan hefir ekki færst
miðpunkti kristindóms-opinberunarinnar einu hænu-
feti nær fyrir alt það skraut og alla þá íþrótt, sem ó-
neitanlega birtist í seremoníum hennar. Reyndin hef-
ir jafnaðarlega orðið sú, bæði að fornu og nýju, að
miklar seremoníur hafa fremur stutt hjátrúna entrúna.
Gyðinga-kirkjan gamla var seremoníukirkja, og á
holdsvistardögum frelsarans, þegar farísea-guðfræðin
réð mestu, var hún það í sínum algleymingi. Hve
aumlega sannleiksmál trúarinnar var þá komið hjá
öllum þorra fólks er alkunnugt. Kristna trúin í heim-
inum á þeirri tíð, er Lúter hóf sitt mikla trúbótarverk,
var aðallega seremoníutrú. En aðdáanlegt er það,
hvernig hann ásamt samverkamönnum sínum kom
fram andspænis seremoníunum, hinum kirkjulegu
venjum og helgisiðuin aldarinnar. Sjálfur var hann
enginn seremoníumaður. En sökum kristilegs frjáls-