Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 33
og stærilætisfýsn blandast inn í kristindómsmálin og
verða þar ráðandi.
Stórkostlega raunalegt er að hugsa um það,
að kristnin í heiminum skuli vera sundur slitin
í nærri því óteljandi trúarflokka, eins og vitan-
lega er á þessum tíma og hefir verið lengi lengi.
En einkum raunalegt fyrir þá sök, að sú sundrung
stafar að all-miklu leyti af sérgæðingshætti og þröng-
sýni hinna kirkjulegu leiðtoga. Samkvæmt hinni guð-
legu hugsjón hans, sem gaf oss kristindóminn, væri
eðlilegast að hugsa um kristnina eða kirkjuna eins og
eitt samfelt, óslitið andlegt meginland. En hún er
það ekki, eða birtist að minsta kosti ekki svo fyrir
manna augum. Hin sýnilega kirkja er eins og and-
legur eyjaklasi, að mörgu leyti mjög líkur Færeyjum.
þeim, sem líta smáum augum á Færeyjar, þykir þetta
víst óvirðuleg samlíking. En eg get ekki að því
gjört, því svona er það. Engin veruleg skekkja á
samlíkingunni nerna það, að kirkjudeildirnar eru svo
inargfalt fleiri en þær eyjar. Aðal-kirkjudeildirnar
samsvara stóru eyjunum, smáflokkarnir kirkjulegu
litlu eyjunum, að hólmum ogskerjum öllum með töld-
um. Vér búum á einni stóru eynni, því lúterska
kirkjan er vitanlega ein af lang-helztu kirkjudeilduu-
um. Tvær andstæðar stefnur eru nú ráðandi í trúar-
meðvitund kristinna manna á vorri tíð,að því er snert-
ir flokkaskiftinguna. Önnur, sem fer í þá átt að sam-
eina,—brúa sundin á milli eyjanna, þurka sem mest
út sérkenni kirkjuflokkanna, ef unt væri,draga eyjarn-
ar allar saman og gjöra þær að einu allsherjar megin-
landi, samstæðri andlegri heimsálfu. í fljótu áliti er
þetta tómt fagnaöarefni, og þá vitanlega eitthvert hiö