Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 47
47
sameiginlega lexíuval úr biblíunni íyrir sunnudagsskól-
ana (The International Sunday School Lessons), sem
byrjað var á áriö 1872. Lang-víðast aðhyltust menn
það í hinum ameríkönsku og ensku kirkjum, enda
hefir mikið kapp verið á það lagt að fullkomna það
meir og meir og ganga svo frá því, að fullnægt gæti
sanngjörnum kröfum alls fólks í hinni evangelisku
kristni. Ágætan stuðning hefir það lexíuval ávalt haft
í hinu mikla vikublaði The Sunday School Times, sem
út er gefið í Philadelphia, enda skarar það langt fram
úr öllum tímaritum þeirrar tegundar, að minsta kosti,
sem koma út hér í Vesturheimi. En all-stór hluti
lútersku kirkjunnar í Bandaríkjunum, þar á meðal
General Council, hefir ekki getað fengist til að vera
þar með. þeir þykjast ekki geta notað þær sunnudags-
skólalexíur fyrir þá sök, að í vali þeirra ráði ekki lút-
erskur andi. General Council fór fyrir nokkrum árum
að brjótast í því að fá nýtt lexíuval eftir sínu höfði.
Og nú er sem óðast verið að færa það út og því verki
haldið í gangi með mörgum nýjum smáritum, sem
auðvitað öll eru nýtileg og sum miklu meira en það.
En þetta er í rauninni óþarft verk. Lexíuval þetta er
ekki betra en hitt, heldur verra, frá hvaða sjónarmiði
sem á það er litið. Og það, sem enn hefir verið ritað
því til skýringar, kemst í engan samjöfnuð við lexíu-
skýringarnar í ,,Sunday School Times“. General-
synódan lúterska heldur úti mánaðarriti því, er ,,Augs-
burg Sunday School Teacher“ nefnist, og eru almennu
sunnudagsskóla-lexíurnar þar skýrðar. það er miklu
betra rit en ,,Lutheran Quarterly“—aðal-ritið, sem
General Council gefur út sunnudagsskólum sínum til
notkunar. Alt, sem haft hefir verið á móti hinu al-