Aldamót - 01.01.1901, Page 66
66
þeirrar þarfar, aö gjöra sér sem allra-ljósasta grein
fyrir efni og innihaldi trúar sinnar. þá myndaðist
smám saman kenningarkerfi kirkjunnar, samkvæmt
því lögmáli mannsandans, er birtist á öllum svæðum
hugsunarinnar. Vísindaleg guðfræði er ekkert annað
en sú starfsemi mannsandans á svæði trúarinnar og
guðlegrar opinberunar, að fá samhengi í og yfirlit yfir
það efni, sem þar er fyrir hendi, skipa hverju atriði á
sinn eðlilega stað, og láta hvert þeirra skýra annað og
styðja, að svo miklu leyti sem unt er. þetta starf
hefir kirkjan haft með höndum frá upphafi vega. það
verður aldrei fullkomlega til lykta leitt meðan heirnur
stendur. Engin kynslóð má gjöra sig öldungis ánægða
með starf þeirrar kynslóðar, sem uppi var næst á
undan, hversu ágætt sem það kann að hafa verið í
sjálfu sér. Guðfræðin er öll verk mannanna. það
eitt er víst, hvað sem um annað er. En mannaverk-
um er svo háttað, að aldrei má gjöra sig ánægðan með
þau. þau Standa stöðugt til bóta. því má enginn
kristinn maður, hvorki lærður né leikur, nokkurn tíma
gleyma. >
II.
Vér könnumst allir fúslega við það andans stór-
virki, sem unnið var af mönnum hinnar lútersku siða-
bótar. Sú öld ber höfuð og herðar yfir flestar aðrar
aldir í mannkynssögunni. Drottinn gaf þeim, er þá
voru uppi, náð til að horfa lengra inn í leyndardóma
guðlegrar opinberunar en mörgum kynslóðum bæði
undan og eftir. Hann ruddi þá skilningi mannanna
nýjar brautir. Hann hratt þá mannsandanum, er
svo lengi hafði legið á grunnmiðunum, út á djúp opin-