Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 49
sem í staö þess aS styrkja lútersku kirkjuna veikir
hana einmitt. Og á því er ekki minsti vaii fyrir mér,
að vér íslendingar bíðum tjón af því í sunnudagsskóla-
máli voru að fara í þessu efni blindandi eftir því, sem
bræður vorir í General Council vilja. Að hafna því,
sem betra er, fyrir annað lakara, er ávalt tjón. Lát-
um aðra, ef þeir endilega vilja, í þessu hafa sína
kreddu fyrir sig. þeir um það. En þeir í hópi vor-
um hér, sem hafa sömu tilhneiging, ætti að varast að
troða henni upp á oss hina, því atieiðingin hlýtur að
verða einn nýr þrándur í Götu á framfaraleið kirkju-
félagsins íslenzka.
Til er sú kredda meðal lúterskra manna og margra
annarra hér í Vesturheimi, að það fólk, sem hingað
heiir flutst og ekki er af brezku bergi brotið, þurfi sinn-
ar eigin framtíðar-velferðar vegna sem allra fyrst að
afklæðast þjóðerni sínu og þá auðvitað fremur öllu
öðru að losna við móðurmál sitt og taka upp enska
tungu bæði í kirkju og utan kirkju. þessu til stuðn-
ings er það fært til, að það sé ómótstæðilegt náttúru-
lögmál, óviðráðanleg forlög, að allir slíkir þjóðtfokkar
verði innan skamms að láta móðurmál sitt þoka fyrir
hinni ensku tungu og meira að segja algjörlega falla
niður. því er með öðrum orðum ,,slegið föstu“ fyrir
fram eins og sannleika, sem opinberaður væri af guði
sjálfum, að þessir útlendingar allir hljóti bráðum að
hverfa hér í sjóinn, verða gleyptir upp með holdi og
hamsi af hinu ensk-ameríkanska fólkslíti hér. Og því
sé það lang-réttast að flýta fyrir forlögum þessum sem
mest. þessi skoðan er meðal annars mjög sterklega
ríkjandi hjá sumum atkvæða-iniklum mönnum í Gen-
eral Council. Og eg veit enga, sem ganga lengra en