Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 26
2 6
utan um ísland e5a þann meginhluta þjóöar vorrar,
sem þar býr. þér vitiö allir, hver þaö er, sem nú
stendur í broddi fylkingar þeirra manna á íslandi, er
þessu eru aö reyna að koma í verk. þér vitið, að það
er blaðið ,,þjóðólfur“. þar er á undan öllu öðru og
öllum öðrum þrándur í Götu, aðal-þröskuldurinn á
vegi íslenzkra þjóðlífsframfara. Hann er það, sem
heldur uppi æsingunum gegn vesturförunum. Hann
er það, sem rær að því öllum árum, að ekki geti tek-
ist nein samvinna Vestur-íslendinga og fólks heima á
Islandi. Hann er það, sem leggur oss hér alt út til
háðungar. Hann er það, sem beitir allri orku til þess
að deyða sérhverja ræktartilfinning hjá oss til Islands.
En hann er það og, sem að öðru leyti hefir ritað á
stjórnmálamerki sitt þá ömurlegustu trúarjátning, er
til getur verið,—helbera neitan allra framfaratilrauna
landi og lýð til viðreisnar,— það að vilja ekkert og
gjöra ekkert—nema það að hlaða túngarð utan um Is-
land, nýjan múrgarð með kínversku lagi, eða að því
leyti sem hann var áður til að endurbæta hann, fylla
upp í skörðin og bæta ofan á hann nokkrum lögum,
ef ekki úr grjóti, þá úr íslenzkri sniddu, láta hann verða
svo háan, að enginn maður komist út og engin erlend
framfarahugsan inn. Svona er nú kredda þessa sér-
staka þrándar í Götu—,, þjóöólfs ‘ ‘. Eg ætla ekki að
segja neitt meira um þennan náunga nema að eins
það að biðja yður alla að láta honum ekki takast að
deyfa hjá yður velvildarhuginn til Islands og þess, sem
nokkurs er virði í hinum íslenzka föður- og móðurarfi
vorum.
þrándur í Götu hinn færeyski stendur—eins ogvér
höfuip séð—í sambandi við kristindómsmálin þar í