Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 57
57
ann og bróöurbandið meöal vor, heldur til aö auka og
bæta viö andlegan þroska vorn, bæði inn á viö og út á
viö, því hann er enn svo undur veikur; — aö þær
veröi ekki til aö vekja upp fordóma gegn neinu því,
sem gott er og göfugt í sjálfu sér, heldur til aö auka
og brýna skilning vorn og gjöra sjóndeildarhringinn
rýmri og fegurri.
Stööugt höfum vér verið aö biðja um kirkjulegan
áhuga, kirkjulegt fjör og líf, svo þaö sæist, aö kristin-
dómurinn væri þjóö vorri hjartfólgið áhugamál. I
mínum huga er það öldungis nauðsynlegt skilyröi fyrir
því, aö slíkur áhugi fái vaknaö, aö farið sé að ræöa
opinberlega um grundvallaratriði trúarinnar. þó sann-
leikurinn sé einn og ávalt hinn sanni, veröur hverþjóö
og hver einasta kynslóö sífelt aö vera um hann að
hugsa og rannsaka hann frá rótum, án þess að gjöra
sig ánægða með þann skilning, er fyrri kynslóðir eða
aðrar þjóðir kunna að hafa komist að. þau sannindi,
er vér lærum utan að og trúum að eins vegna þess, aö
aðrir hafa trúað þeim á undan oss, verða aldrei fyrir
oss annað en dauður bókstafur. Lifandi kristindómur
byggist á lifandi umhugsun um atriði trúarinnar. Ein-
ungis á þann hátt tileinkar maðurinn sér þau og lætur
þau verða anda og líf í sálu sinni.
Flestir munu nú kannast við, að þetta sé bæði
satt og rétt. þögnin sé ótæk. það sé um að gjöraað
rjúfa hana. Og hvað skyldi mönnunum vera ljúfara
um að tala en kristindóminn? En það á að ræða
um kristindóminn frá einni hlið. Um hann á enginn
ágreiningur að vera. það er of heilagt efni til að
stæla um. Agreiningsumræður um trúaratriðin í blöð-
um og bókum eru ekkert annað en það, er vér á dag-