Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 160
16o
ÁriS 1900 komu út tvær sögur í
íslendinga- safni þessu: Grettis saga og Þórö-
sögur. ar saga hræðu. Árið sem leiö
kom aö eins ein út, Bandamanna-
saga. Er þaö ein hin styzta af þeim öllum og kostar
aö eins 30 aura á Islandi. Þaö er þrítugasta heftið í
safninu, sem nú er orðiö mjög eigulegt. Heimskringla
Snorra Sturlusonar hefir nýlega verið gefin út í Nor-
egi í norskri þýðing eftir Gustav Storm, sem oss ís-
lendingum er að góöu kunnur. Þaö er stór bók eins
og kunnugt er og gefin út með styrk af almannafé.
En svo er líka ætlast til þess, aö hún veröi til áhverju
einasta heimili á landinu. Enda hefir selst af henni
þvílíkt ógrynni í Noregi og hér í Ameríku, aö bóksal-
arnir hafa naumast haft við að senda hana út. Þetta
er vegna þess, hve þjóðernistilfinningin er orðin næm
hjá þjóðinni og skilningur hennar glöggur. Norðmenn
standa þó alment svo miklu lakar að vígi með að skilja
sína fornaldarsögu, en vér vora. Vissulega ættum vér
Islendingar, söguþjóðin fræga, ekki að vera eftirbátar
frænda vorra í Noregi í því, að sýna fornsögum vorum
þann sóma að kaupa þær og lesa, þegar oss eru boðn-
ar þær í ódýrri Og handhægri útgáfu, sem sannarlega
getur verið við allra hæfi, þar sem verðið er svo ein-
staklega lágt. Vestur-íslendingar, kaupið gömlu sög-
urnar, lesið þær og kennið börnunum ykkar að lesa
þær! Látið binda þær í skrautband og gefið vinum
ykkar og vandamönnum þær í afmælisgjöf, þangað til
þær eru í hvers manns höndum.
Sú grein skáldskaparins, sem vér
Tvö leikrit. Islendingar af eðlilegum ástæð-
um sízt fáum gefið oss við, er
leikritaskáldskapurinn. Til þess hann fái þrifist hjá
einhverri þjóð, svo að nokkur veigur verði í honum,
þarf hún að eiga leikhús með föstum leikendum,—fólki