Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 124
124
sakramentisins heldur ekki öldungis samhljóöa. Frá-
sögnina um upprisuna hefir mönnum ekki tekist aö
samrýma alveg. Flestum hinum nýrri biblíuskýrend-
um kemur saman um, aö á postulatímanum hafi
myndast tvenns konar frásögn í prédikuninni út af
þeim viöburöi, er ekki hafi verið nákvæmlega sam-
hljóða. Alt þetta er í svo óverulegum atriöum, aö
þaö haggar ekki minsta hæti áreiöanleik frásagnar-
innar að því, er aðalatriðið snertir. Það sýnir þess
að eins ljósan vott, hve höfundar nýja testamentisins
leggja litla áherzlu á sjálfan bókstafinn. Andinn í
viðburðunum er þeim fyrir öllu. Og hann er hjá
þeim ávalt hinn sami.
Að Jesús hafi risið upp frá dauðum er auðvitað
stórmerkilegt trúaratriði. En að þau samtöl, er þá
áttu sér stað, séu bókstaflega tilfærð, er ekkert trúar-
atriði.
Svona er nú þessu varið í nýja testamentinu.
Hve miklu fremur mun þetta þá ekki eiga sér stað hjá
gamla testamentis rithöfundunum? Þar er opinberun-
in á svo miklu lægra stigi. Hinar mannlegu umbúðir
eru þar svo miklu meiri. Þessar umbúðir verða oft
allar að vindast utan af, ef maður vill komast að sál-
inni, sem þar er inni fyrir, og þær eiga að varðveita.
Nýja testamentið fellir líka býsna harða dóma
yfir hinu gamla. Pétur talar um það sem ok, er
sumir vilji leggja lærisveinunum á háls — ok, er
hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera (Pg. 15,
10). Páll talar um bölvun lögmálsins (Gal. 3, 13).
Hann staðhæfir líka um sjálfan sig og alla, er staðið
hafi á grundvelli gamla testamentis opinberunarinnar,
að þeir hafi verið börn, þrælbundir við heimsins staf-