Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 128
128
mannlegt. En hin sáluhjálplegu trúaratriöi sjálf eru
hafin yfir alla rannsókn. Þau byggjast á því, sem
fram fer í sálu hvers manns milli hans og guðs sjálfs.
Hin nýja stefna meðal trúaðra guðfræðinga í lút-
ersku kirkjunni er því einmitt í þessu efni horfin aftur
til Lúters og byggir nú áfram á þeim grundvelli, er
hann lagði. Það hefir kostað langan tíma og afar-
mikla fyrirhöfn, af því guðfræðin var komin svo ó-
heyrilega langt frá Lúter. Hann lét trú sína segja
sér, hvað í ritningunni leiddi til Krists og hvað ekki.
Höfum vér nokkurn áreiðanlegri leiðtoga en guðs
anda í hjörtum vorum?
Auðvitað verðum vér ávalt að hafa það hugfast,
að vér erum syndugir menn, háðir þeim takmörkum,
er hið mannlega eðli vort setur oss, og þeim, er hið
synduga eðli vort verður að lúta.
Hin rannsakandi hugsun vor má því aldrei hætta.
Vér erum skyldugir til að láta skilning vorn og þékk-
ingu þroskast, megum aldrei leggja árar í bát, aldrei
láta oss til hugar koma, að vér höfum gjört oss full-
komna grein fyrir leyndardómum opinberunarinnar.
Ættum því ávalt að fagna, þegar hugsun vor í þessum
efnum kemst inn á nýjar brautir.
Meðan heimurinn er við lýði, meðan mennirnir
halda áfram að vera hugsandi verur, meðan kærleikans
guð lætur sig ekki vera án vitnisburðar meðal þeirra,
halda þeir áfram að leita að andanum í bókstafnum.
Smám saman lyftist andinn fyrir hugskotssjónum
mannkynsins ljósar og greinilegar upp frá bókstafnum,
svo þeim verður unt að greina hið varanlega og hið ei-
lífa betur og betur frá hinu mannlega og ófullkomna—
leysa andann úr hinum tímanlegu reifum.