Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 166
góður, aS þaS hafa veriS einhverjar snotrustu og
smekklegustu bækurnar, sem út hafa komiS á íslenzku,
aS því er prentun og pappír snertir. ÞaS er vonandi,
aS bækur þær, sem út kunna aS koma frá þessari
prentsmiðju á Akureyri verSi bæSi margar og mergj-
aSar og eins vel úr garSi gjörSar hiS ytra og þessir
,,fyrirrennarar“ þeirra í Kaupmannahöfn. Einhver
dauSans drungi hefir hangiS yfir Noröurlandinu lengst
af þenna síöasta fjórSung liönu aldarinnar. Hafa þar
þó lengi veriS helztu skörungar þjóSar vorrar og mest-
ir atgjörvismenn um flesta hluti, svo noröursveitirnar
hafa þótt bera ægishjálm yfir öörum héruðum lands
vors. PrentsmiSja hefir veriö á Akureyri öll þessi ár.
En fremur hefir þaö fátæklegt veriö, sem frá henni
hefir komiö. Einkum hefir blaSamenskan veriö nokk-
uö óburSug. Fjarlægt fólk hefir ekki einu sinni fengiS
þá ánægju aS sjá nein almenn tíöindi úr Eyjafiröi.
En þaö er líkt meö Eyfiröingum og Englendingum, aS
þeir eru dreifSir um víSa veröld, en gleyma þó aldrei
sveitinni sinni og langar stööugt til aö frétta þaSan.
Nú er risiö þar upp nýtt blaS, er NorSurland nefnist,
og ritstjórinn enginn annar en Einar Hjörleifsson,
sem nú er einna þjóökunnastur Islendingur, þeirrasem
nú eru uppi, því hann hefir víöa fariö og víöa veriö,
bæöi austan hafs og vestan,og hvarvetna oröiö löndum
sínum kær þar sem hann hefir fariö og veriö. Enda
er hann nú búinn aö rita meira og tala fleiri orö til
þjóSar sinnar, en flestir ef ekki allir Islendingar, sem
ekki hafa honum fleiri ár á baki. AS Lögbergi og hjá
ísafold hefir hann getiö sér maklegan lofstýr fyrir rit-
stjórastörf sín, svo þaö hefir ekki valiS af verri end-
anum, nýja blaöiö á Akureyri, þegar þaö fór aö út-
vega sér ritstjóra. Enda er þaS vel úr garöi gjört aS
öllu nema stæröinni og er meö öllum þeim ummerkj-
um, sem af því mátti vænta. Eg óska blaSinu og rit-
stjóranum og sveitinni minni gömlu og um leiö öllu
Noröurlandi allrar hamingju, og þeir eru víst býsna
margir hér vestur frá, sem taka undir þaö meö mér.