Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 102
102
og einatt truflast hjá mér og trú mín kann aS komast
í hættu. En lesi eg þaö eftir andanum, án þess aS
halda mér dauSahaldi viS bókstafinn og hin einstöku
atriSi,—hafi eg aöaléfniö stööugt fyrir hugskotssjónum
mér,—truflast sú tilfinning aldrei, aS sá sannleikans
andi, er var í Jesú Kristi og postulum hans, hafi einn-
ig veriö starfandi hér, og sett sinn óafmáanlega stimp-
il á allar bókmentir^amla testamentisins meö því aö
búa í hjörtum höfundanna, sýna þeim langar leiöir inn
í andans heim og opinbera þeim leynda hluti.
I hverju eru yfirburSir biblíunnar yfir aörar bækur
fólgnir? I því aS hún vekur samvizku mína á alt ann-
an hátt en nokkur önnur bók og leiöir mig inn í heim
trúarinnar. Hún leiSir mig fram fyrir einn sannan
guS og kennir mér aö þekkja hann sem skapara minn
og frelsara.
MeS hverjum rétti fæ eg staShæft þaö frammi fyr-
ir heiminum, aö biblían hafi sáluhjálpleg sannindi inni
aö halda? Af því hún leiöir manninn inn í trúarsam-
félagiS viS guö og af því þaö er líf og sáluhjálp aS
þekkja hann og gefa sig honum á vald.
Hví er hún um fram aörar bækur heilög bók? Af
því sá er heilagur, sem hún kennir mér aS þakkja og
trúa. Af því hún kemur mér til aö kannast viö synd
mína og þekkja mitt eigiö spilta hugarfar. Af þvíhún
skapar þrá í hjarta mínu eftir heilagleikanum oghrind-
ir mér meS oröum sínum og anda inn á leiö helgunar-
innar.
HvaSa ástæöu hefi eg til aS kalla hana guös orö?
Þá, aS hún er oröiö um guö, oröiö, sem leiöir mig til
hans, kemur mér í skilning um vilja hans og kærleika,
segir mér, hvaS hann hefir fyrir mig gjört og hvaS