Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 150
Bókmentafélagiö hefir einnig gef-
Stefán ið út allstóra og vandaöa bók um
Stefánsson: íslenzkar plöntur. Hún er sam-
Flóta íslands. in af Stefáni Stefánssyni, kenn-
ara á Möðruvöllum í Hörgárdal
og nefnist ,,Flóra Islands“. Þaö er auöséð á öllu, að
vandað hefir verið til bókarinnar meira en almentgjör-
ist, enda er það ekki alveg fyrirhafnarlaust að semja
slíkar bækur. Fyrst er formáli og inngangur, sem
nær yfir 24 blaðsíður. Þar er talað um nafngreining,
söfnun, ferging og geymslu plantanna, þá um gróður-
athuganir, skipulag plönturíkisins, greining ættanna
og nokkurra frábrugðinna kynja. Þá koma lýsingarn-
ar, er ná yfir meginmál bókarinnar alt, eða 207 blað-
síður. Fylgja þeim góðar og glöggar myndir, sem
mikið auka gildi bókarinnar. Aftan við þær koma
fræðiorðaskýringar og má þar finna margan nýgjörfing,
enda var við því að búast. Flestir þeirra eru býsna
smellnir, þótt misjafnlega kunni um suma að verða
dæmt. Þá er skrá yfir nöfn finnenda og skýrsla um
söfn þeirra og ferðir og registur yfir latnesku og ís-
lenzku plöntunöfnin. Þetta er ekki bók til að lesa í
þaula sér til skemtunar, en það er bók til að fræðast af.
Var sjálfsagt, að vér eignuðumst slíka lýsing á íslenzk-
um plöntum og ánægjulegt, að hún er nú fram komin
í bókmentum vorum og að svo vel hefir vetið til
hennar vandað, bæði af hálfu höfundarins og félagsins,
er gefur bókina út. Grasafræðin er göfug grein þekk-
ingarinnar og ættu fleiri en alment gjörist að gefa sig
við því að þekkja plönturnar, er þeir sjá fyrir augum
sér á degi hverjum, en vita engin deili á. Það fylgir
því fögnuður að hugsa um blómin, er margur fer á mis
við; það getur sá, er þetta ritar, borið um af eigin
reynslu, þó aldrei hafi hann farið á grasagöngu eftir
messu með söfnuðinum, eins og höf. eftirdæmi Ruskins
ræður prestunum á íslandi til. I kaflanum um gróður-
athuganir er mjög fjörug og skáldleg lýsing á fögnuði