Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 169
169
vekur þetta atriSi í fari þeirra meiri lotningu hjá hon-
um en nokkuö annaö. Kvæöi á hann þar, sem öll
eru höf. og ritinu, sem þau birtast í, fremur til sóma.
Þýöing er þar eftir Sigfús Blöndal á kvæöi eftir enska
skáldiö Shelley, er nefnist Skýið, og er hún fremur
lagieg. Það af skáldsögum, sem þessi árgangur hefir
meöferðis, er flest svo úr garði gjört, aö það getur
með engu móti átt heima í jafn-vönduðu riti og Eim-
reiðiti vill vera. Sumt af því eru býsna langar lok-
leysur, svo hörmulega af hendi leystar frá ritlistarinn-
ar sjónarmiði, að manni verður dauðilt af að lesa þær.
Helzta ritgjörðin, alvarlegs efnis, er eftir dr. Finn
Jónsson um kristnitökuna á Islandi. Hún er eigin-
lega ritdómur um bók dr. Björns M. Ólsen um það
efni; er hann nokkuð harðorður og óvæginn og þykir
bók Björns vera rituð of mjög í lausu lofti. Höfund-
urinn hafi látið ímyndunaraflið fara með sig í gönur.
En það hefir aldrei verið ritað um nokkurt atriði
mannkynssögunnar með fullkomnum skilningi nema
því að eins, að ímyndunaraflið hafi fengið að njóta sín.
Án þess verður öll saga andlaus beinagrind og lítill eða
enginn skilningur á atburðunum. Dr. Björn M. Ólsen
hefir nú í Andvarci svarað þessum ritdómi og virðist
hafa stutt mál sitt með svo góðum og gildum rökum,
að torvelt verður að hrinda. Ekki vil eg gjöra próf.
Finni rangt til. Eg met hann einmitt mikils fyrir
sakir dugnaðar og annarra mannkosta. En þegar eg
hefi verið að lesa hið mikla ritverk hans, bókmenta-
söguna, hefir mér oft til hugar komið, að sú bók hefði
haft enn meira gildi, ef meira hefði borið þar á hinu
sögulega ímyndunarafli, sem maður naumast verður
þar nokkurn tíma var. Það er vafalaust stór og mik-
ill galli, þó auðvitað verði að beita því með varúð og
gætni, en það mun flestum virðast dr. Björn M.
Ólsen gjöra. — Sjálíur hefir ritstjórinn lagt til einar
tvær smágreinar, fyrir utan fáeina ritdóma. En oft
hefir hið bezta og merkasta í ritinu frá honum sjálfum
verið. — Ritdómarnir eru margir góðir og rækilegir,