Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 93
viö aö lýsa, kemur hér svo sem ekkert til greina, fram-
ar en það væri ekki til.
En þaö er ein hliö mannsandans, er þarna lifir ó-
umræöilega auðugu og innilegu lífi. Það er samvizk-
an—hin siðferðislega meðvitund mannsins. Samvizka
þessarar þjóðar, og um fram alt þeirra manna, er
myndað hafa þessar einkennilegu bókmentir, hefir ver-
ið langt um betur vakandi en hjá nokkurri annarri
þjóð eða nokkurum öðrum mönnum í fornöld. Þeir
hafa miklu meiri beig af hinu illa og afleiðingum þess
fyrir sjálfa sig og aðra og þeir finna miklu meira til út
af því en aðrir. Hugmyndirnar velferð og ófar-
sæld fylgja þeim á öllum þeirra vegum. Þeir finna
auga almáttugs og heilags drottins hvíla á sér hvar-
vetna og horfa inn í hina huldustu afkima sálar þeirra.
Hann er skapari þeirra og alls, sem til er. Hann
heimtar, að þeir gjöri hans vilja í öllu. Hann vill
ekkert nema það, sem gott er og heilagt. Hann heimt-
ar það af öllum, hverjum einstökum manni, hverri ein-
stakri þjóð. Hann umbunar þeim margfaldlega, þeg-
ar þeir gjöra vilja hans með alls konar farsæld, en
hegnir með alls konar mótlæti, þegar vilji hans er virt-
ur vettugi. Með öllu móti laðar hann og leiðir menn-
ina til aðgjöra vilja sinn,því hann er náðugur og misk-
unnsamur og vill ekki dauða syndugs manns, heldur að
hann snúi sér og lifi.
Það blandast stöku sinnum ógöfugir drættir inn 1
þessa guðshugmynd gamla testamentisins. Því verð-
ur ekki neitað. Þeir verða ávalt óskiljanlegir, ef vér
skoðum orð gamla testamentisins sem lýsing guðs á
sjálfum sér. Þá hneykslumst vér hvað eftir annað.
En ef vér skoðum þetta orð sem lýsing þeirrar guðs-