Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 161
sem gjörir þaö aö lífsstarti sínu, aö gjöra alþýðu stór
skáldverk skiljanleg meö því aö sýna þau á leiksviði.
Hvorugt þetta eigum vér íslendingar enn og þaö er
hætt við, að langt veröi þangaö til. En einungis með
þessu móti gæti skapast hjá íslenzkum skáldum sá
hæfileiki aö vera leikskáld. Síra Matthías hefir enn
látið eitt leikrit út frá sér ganga, Jón Arason. Þaö er
allstórt rit, harmsöguleikur í fimm þáttum, 228 blað-
síður, gefið út af Skúla Thoroddsen og prentað á Isa-
firði. Ekki eykst frægð síra Matthíasar neitt við þessa
ritsmíð. Það er ofurmikill vaðall, lítill skáldskapur.—
Halldór Briem, kennari á Möðruvöllum, hefir samið
annað leikrit: Ingimundur gamli; það er sjónleikur í
þremur þáttum og að eins 63 blaðsíður. Höfundurinn
hefir ætlað að sýna lyndisfar Ingimundar gamla og
gjöra mönnum ljósa lyndiseinkunn þess merkilega forn-
manns. En hætt er við, að fæstum finnist þeir skilja
hana betur eftir að hafa lesið leikinn en áður. Eg get
eigi séð neinar umbætur í því efni á sögunni. Hefði
það þó átt að vera hægt, ef skáldið hefði verið ætlun-
arverkinu nógu vel vaxið. Skáldið, sem breyta vill
fornsögunum í nútíðar listaverk, þarf á þeim mun meiri
hæfileikum að halda, sem sagan sjálf í upprunalegri
mynd sinni er nær því að vera listaverk. Það sem ein-
lægt er að öllum leikritum á íslenzku, og ekki sízt að
þessum tveimur, er það hve persónurnar verða nauða-
líkar hver annarri og þess vegna svo óljósar í huga
manns. Leikritaskáldskapurinn er um fram alt í því
fólginn að leiða fram persónur, er verða eins glöggar
og skýrar í endurminningunni og fólk, sem vér sjálfir
höfum þekt í lífinu.
Það hefir færra komið út af kvæð-
Hannes S. Blön- um en vant er þetta síðastliðna
dal: Kvœði. ár. Hannes S. Blöndal hefir áð-
ur gefið út dálítið safn af kvæð-