Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 159
159
hæstu mentun til hinnar lægstu. Kristindómur og
mentun haldast í hendur í framfarabaráttu þjóöanna.
Kristindómslaus mentun nær aldrei tilgangi sínum.
Enda hefi eg enga trú á því, aö vilji þjóðarinnar vakni
til aö öölast nokkura verulega mentun og leggja það á
sig, sem til þess þarf, nema því að eins, að kristin-
dómurinn vakni hjá henni, samvizkan vakni. Látum
þá alla sanna föðurlandsvini, alla þá, sem unna þjóð
vorri og bera ókomin örlög hennar fyrir brjósti, taka
saman höndum og starfa að þessu tvennu: Sönnum
kristindómi og sannri mentun.
Annað hefti af íslandssögu Boga
Bogi Melsted: Melsted liggur fyrir framan mig.
þættir úr íslend- Það nær yfir þriðja tímabilið í
ingasögu. sögu þjóðar vorrar, ritöldina, sem
talin er frá 1118 til 1200. Þá
tekur fjórða tímabilið við, Sturlungaöldin, frá 1200 til
1264 og nær ekki þetta hefti út yfir þann kafla allan.
Naumast finst mér, að höfundinum takist eins vel í
þessu hefti og hinu fyrra, enda var alt þar auðveldara
viðfangs. Honum hefir ekki tekist að gjöra yfirlitið
yfir deilurnar á Sturlungaöldinni eins ljóst og æskilegt
hefði verið, enda er það býsna flókið efni. Samt sem
áður mega menn vera honum þakklátir fyrir þessa til-
raun að rita sögu þjóðar vorrar, ekki sízt þar sem saga
síra Þorkels Bjarnasonar er nú alveg uppseld og ófá-
anleg. Þetta seinna hefti er að öllu leyti líkt úr garði
gjört og hið fyrra. Prentun, pappír og frágangur all-
ur í prýðis góðu lagi. Engar eru samt myndir í þessu
hefti.