Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 1
Fundargerð
aðalfundar Ræktunarfélags Norður-
lands 24. og 25. júní 1927.
Ár 1927, föstudaginn 24. júní var aðalfundur Rækt-
unarfélags Norðurlands haldinn að Kaupangi í Eyja-
firði.
Formaður félagsins, Sig. Ein. Hlíðar, setti fundinn
og bauð fulltrúa velkomna.
Var þá kosinn fundarstjóri Sig. Hlíðar, og til vara,
Davíð Jónsson, hreppstjóri á Kroppi.
Fundarstjóri stakk upp á riturum, þeim Baldvin
Friðlaugssyni og Hólmg. Þorsteinssyni, og samþykti
fundurinn þá.
Var þá gengið til dagskrár:
1. Til þess að athuga kjörbréf fulltrúa var kosin
þriggja manna nefnd, og hlutu kosningu:
Bjarni Jónsson, bankastjóri, Akureyri.
Jakob Karlsson, kaupm., Akureyri.
Jón Guðlaugsson, gjaldkeri, Akureyri.
Var nefndinni gefinn 10 mín. frestur til starfa.
Á fundinum mætti stjórnamefndin öll: Sig. Ein.
Hlíðar, Jakob Karlsson og Stefán Stefánsson. Annar
endurskoðandi, Hólmgeir Þorsteinsson var og mættur.
1*