Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 4
6
5. Lögð fram lög Jarðræktarfélags Akureyrar. Til
þess að athuga lög þessi, var kosin þriggja manna
nefnd. Kosnir voru:
Jón Jónatansson.
Stefán Stefánsson.
Bergsteinn Kolbeinsson.
6. Erindi frá fulltrúum:
a) Jarðræktarlögin. Um lögin urðu talsverðar um-
ræður. Kom það í ljós, að fundarmenn höfðu ýmislegt
við þau að athuga. Að lokum kom fram svofeld rök-
studd dagskrá:
»Fundurinn sér sér ekki fært að gera tillögur til
breytinga á jarðræktarlögunum, vegna tímaleysis,
og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá«.
Samþykt með 13 :10 atkv.
b) Erindi frá Búnaðarfélagi Ljósavatnshrepps, þar
sem það fer fram á það, að fá sérstakan trúnaðar-
mann til mælinga jarðabóta í Ljósavatnshreppi.
Erindi þessu var vísað til fjárhagsnefndar.
c) Baldvin Friðlaugsson vakti máls á því, að íslend-
ingur í Vesturheimi hefði í hyggju að gefa töluverða
fjárupphæð til skógræktar á íslandi. En þar sem þetta
mál var ekki þannig undirbúið, að hægt væri að leggja
það formjlega fyrir fundinn, var samþykt í einu hljóði
að fela stjórn félagsins að taka það til athugunar, og
leggja það svo fyrir fundinn, til frekari athugunar,
næsta dag.
d) Þessi tillaga kom fram:
»Fundurinn telur mjög æskilegt, að búnaðarfélög
og æfifélagadeildir á félagssvæðinu, athugi jarð-
ræktarlögin, og sendi álit sitt til milliþinganefndar-
innar, sem starfar í því máli«.