Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 7
9
Loks voru reikningar Ræktunarfélagsins í heild
bornir undir atkvæði og samþyktir í einu hljóði.
8. Erindi, sem vísað var til stjórnarinnar s. 1. dag,
frá Baldvin Friðlaugssyni.
Lagði stjórnin fram eftirfarandi álit, sem fundur-
inn samþykti:
»Stjórnarnefndin hefir, í tilefni af fundarályktun
í gær, tekið til athugunar málaleitun Baldvins bú-
fræðings Friðlaugssonar, fyrir hönd Guðm. Frið-
jónssonar á Sandi, um tillögur um væntanlega gjöf,
er Vestur-ísl. hefur í hyggju að gefa til einhverra
fyrirtækja eða stofnana hér á landi, og þá sérstak-
lega skógræktar. Fundurinn lítur svo á, að enda þótt
honum sé ekki kunnugt um, hve stóra upphæð sé um
að ræða, þá verði tilganginum ekki eins vel náð með
því að skifta gjöfinni til fleiri fyrirtækja.
Því vill fundurinn eindregið leggja til, að maður-
inn verði hvattur til að verja upphæðinni til styrktar
skógræktar í Norðurlandi, og þar sem skógræktin
er eitt af aðalstefnumálum Rf. Nl., lýsir fundurinn
því yfir, að hann býður aðstoð Rf. Nl. við frekari
framkvæmdir og ráðstafanir í þessu m!áli, eftir nán-
ari fyrirmælum gefanda.
Loks vill fundurinn þakka að makleikum það
dæmafáa veglyndi, ættjarðarást og þjóðrækni, sem
liggur bak við þessa orðsendingu frá hálfu gefand-
ans, og vonar að komandi kynslóð muni finna ánægju
og gleði í skjóli þeirra trjáa, sem vaxa upp af vænt-
anlegri gjöf«.
Var svo málshefjanda falið að greiða fyrir fram-
gangi míálsins við hlutaðeiganda.
9. Frá laganefnd kom fram svofeld tillaga:
»Við lög Akureyrardeildar hefur nefndin ekkert