Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 17
Ræktunarfélagið 25 ára.
í lífi einstaklingsins er 25 ára tímabil langur tími.
Sá, sem við byrjun þess stóð í blómia lífsins er við lok
þess aldurhniginn maður eða fallinn í valinn. Ungling-
urinn, sem í upphafi tímabilsins lék sína áhyggjulausu
barnaleiki, stendur við lok þess sem fulltíða maður
með ábyrgðarþunga þjóðfélagsskipulagsins á herðum
sér. í lífi þjóðfélagsins er aldarfjórðungur aðeins ör-
lítið sögubrot, sem að vísu getur markað nýjar stefn-
ur og breytingar, en trauðla skapað neina sjálfstæða
söguheild. Á 25 ára tímabilinu knýta einstaklingar
þjóðfélagsins ýmiskonar félagsbönd til þess að hrinda
í framkvæmd áhugamálum sínum og stefnum. Hvort
þessi félagsbönd standa órofin eftir 25 ára aldur, eða
hvort þau eru sundruð og orpin gleymsku af þeim
sjúkdómum og mistökum, sem óumflýjanlega heim-
sækja félagsskapinn á bernskuskeiði hans, veltur á
því, á hve föstum grundvelli félagsskapurinn er bygð-
ur og hve háleitu marki hann keppir að. Aldarfjórð-
ungurinn er tilraunaskeið félagsskaparins, hæfilegur
prófsteinn á heilbrigði hans og tilverurétt. —
Fyrir 25 árum, hinn 26. mars 1903, fæddist R ækt-
unarfélag N o r ður lan d s að Hólum í Hjalta-
dal og hlaut skírn á Akureyri 11. júní s. á.
í 25 ár hefur Ræktunarfélagið starfað og ekki farið
2*