Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 22
24
stjóri. Allir þessir menn höfðu átt drjúgan þátt í stofn-
un félagsins, höfðu markað stefnu þess og starfssvið
og voru með gáfum sínum og áhuga sérlega vel til þess
fallnir, að bera þenna nýgræðing fram til þroska og
sigurs. Því miður naut félagið ekki lengi áhuga og
framsýni Páls Briem, eftir eitt ár sagði hann af sér
formannsstarfinu vegna brottfarar sinnar til Reykja-
víkur. Árið eftir flutti Ársritið dánarminning hans. —
Stefán Stefánsson, skólameistari, tók við formanns-
starfinu af Páli Briem og hélt því til dánardags, 20.
jan. 1921 eða í 18 ár, þá tók við því núverandi formað-
ur félagsins Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir. Var hann
kosinn í stjórn félagsins 1912 og hefur því verið í
stjórn þess 16 ár samfleytt. Sigurður Sigurðsson átti
sæti í stjórn félagsins til 1920 eða í 17 ár, en auk þess
sem hann var stjórnarnefndarmaður og lífið og sálin
í flestum framkvæmdum, þá var hann einnig fram-
kvæmdastjóri þess fyrstu árin.
Þessir eru þeir fjórir menn, sem nú í 25 ár hafa
borið mestan vanda og virðingu af stjórn Ræktunar-
félags Norðurlands og vafalaust eru í þessum mönnum
sameinaðar þær dygðir, sem þurftu til þess, að bera
nýjar stefnur fram til þroska og sigurs, svo sem áhugi
og áræðni, víðsýni, málsnild, rökfimi og prúðmannleg
framkoma.
Þessir menn hafa ennfremur verið í stjórn Ræktun-
arfélagsins:
Aðalsteinn Halldórsson, framkv.stj. 1904—1907.
Jón Normann, kaupmaður, 1907—1908.
Kristján Sigurðsson, verslunarstj., 1908—1909.
Sigurður Hjörleifsson Kvaran, læknir, 1909—1912.
Björn Líndal, lögmaður, 1920—1922.
Brynleifur Tobíasson, kennari, 1921—1923.
Guðm. Bárðarson, kennari, 1922—-1924.