Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 23
25
' Björn Líndal, lögmaður, 1923—1926.
Stefán Stefánsson, bóndi á Varðgjá kosinn 1924.
Jakob Karlsson, kaupm., kosinn 1926.
Það liggur nú nær að spyrja, hver tilgangur Rækt-
unarfélags Norðurlands hafi verið frá öndverðu. Til-
gangur félagsins var í upphafi sá sami, sem hann er
enn og sem lýst er í 2. gr-. félagslaganna og hljóðar
þannig:
Tilgangur félagsins er:
1. Að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar
á Norðurlandi.
2. Að útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því,
sem að jarðrækt lýtur og líkindi eru til að komið geti
að gagni. —
Stefnuskrá þessi er stutt en glögg. Hún lýsir ágæt-
lega víðsýni þeirra manna, sem' unnu að stofnun fé-
lagsins. Á þeim tíma, þegar félagið var stofnað, var
sú stefna efst á baugi að hvetja bændur til jarðræktar
með fjárstyrkum og með því að senda menn út um
sveitirnar til þess að vinna störfin fyrir bændur, en
stofnendur Ræktunarfélagsins fundu, að það var ekki
þar, sem skórinn krepti mest, heldur var það fyrst og
fremst þekkingin, innlend reynsla, sem vantaði (sbr.
grein Páls Briem í 1. árg. Ársritsins). Frá þessari
fyrstu stefnuskrá félagsins hefur mjög lítið verið
hvarflað í þau 25 ár, sem félagið hefur starfað, jafn-
vel þó að stundum hafi heyrst talsvert háværar raddir
um það — sjerstaklega eftir að félagið varð búnaðar-
samband fyrir Norðlendingafjórðung 1910, — að
Ræktunarfélagið ætti að semja sig meira að siðum
annara sambanda og veita búnaðarfélögum beinan f jár-
styrk til jarðabóta eða halda úti ódýrum vinnuflokkum
á félagssvæðinu. Það er hvorki staður né rúm til að
rökræða þessar skoðanir hér, þó að vér hinsvegar sé-