Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 24
26
um í engum vafa um, að stjórn félagsins hafi gert rétt
í að halda fast við þá stefnuskrá, sem samin var af
frumherjum félagsins og samþykt var á stofnfundi
þess á Akureyri 11. júní 1903.
Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Sigurður
Sigurðsson, eins og áður getur, og telst hann vera það
til 1911. Á þessu tímabili voru þó ýmsir aðrir mætir
menn að meiru eða minna leyti starfsmenn félagsins,
svo sem Ingimar Sigurðsson búfr. frá Draflastöðum,
Sigurður Sigurðsson, kennari á Hólum,, Páll Jónsson,
búfræðiskandidat frá Reykhúsum, síðar kennari á
Hanneyri, og Páll Zóphóníasson, búfræðiskandidat,
nú skólastjóri á Hólum.
Um 1910 kemur Jakob Líndal, nú bóndi á Lækja-
móti, í þjónustu félagsins og tekur við framkvæmda-
stjórastarfinu 1911. Var hann síðan framkvæmdastjóri
félagsins til 1917. Þá tók við Sigurður Baldvinsson,
síðar bóndi á Kornsá og var hann framkvæmdastjóri í
2 ár eða til 1919, tók þá við starfinu Einar J. Reynis,
búfræðingur frá Vatnsleysu, og var hann hjá félaginu
til 1923. Því næst var Ingimar óskarsson, gagnfræð-
ingur, frá Klængshóli, hjá félaginu eitt ár. Hafði hann
verið undanfarin sumur í Gróðrarstöðinni og þekti því
best til tilrauna og annara starfshátta hjá félaginu.
Var honuml því falin umisjón með tilraunum og bú-
stjórn um sumarið og reikningsfærsla um veturinn með
aðstoð Páls skólastjóra Zóphóníassonar. Var þessi
bráðabirgðaráðstöfun samþykt og látin standa, meðan
beðið var eftir núverandi framkvæmdastjóra ólafi
Jónssyni, sem tók við starfanum að loknu háskólanámi
næsta vor, 1924.
Því verður ekki á móti mælt, að hin tíðu fram-
kvæmdastjóraskifti hafa verið mjög óheppileg fyrir
þroska og starfsemi Ræktunarfélagsins. Félag, sem oft