Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 35
37
bætur í sýslunura. f byrjun stóð Ræktunarfélagið eitt
straum af kostnaðinum við leiðbeiningaferðir starfs-
manna sinna. Með hinu nýja skipulagi varð starfið tals-
vert umfangsmeira og tímafrekara svo þá var farið
fram á styrk frá sýslunum til þessarar starfsemi með
kr. 0.50 af hverju bygðu býli í sýslu og auk þess áttu
búnaðarfélögin að greiða Ræktunarfélaginu kr. 1.00
gjald af hverjum félaga sínum, er eigi væri í Ræktun-
arfélaginu. Á þenna hátt urðu tekjurnar af þessari
starfsemi ca. 1000—1400 kr., en útgjöldin fram til
1914 um 2100 kr. árlega, en um 1918 eru útgjöldin
komin upp í kr. 3261.95 um leið og tekjurnar eru að-
eins kr. 1175.00, hallinn því það ár 2086.95 kr. Af
þessum ástæðum og einnig vegna ýmsra annara örðug-
leika, sá félagið sér eigi fært að halda þessu starfi á-
fram á sama hátt og verið hafði og var samþykt á að-
alfundi 1923 að leggja starfsemi sýslubúfræðinganna
niður. Vafalaust var leiðbeiningastarfsemi sú, sem
sýslubúfræðingamir höfðu með höndum, nauðsynleg
og vinsæl og almenna óánægju vakti sú ráðstöfun að
leggja þessa starfsemi niður.
Þegar Jarðræktarlögin komu til framkvæmda 1925,
var Ræktunarfélaginu falið af Búnaðarfélagi íslands
að annast um framkvæmdir mælinga jarðabóta í sínu
umdæmi, og var þá ákveðið að taka upp leiðbeininga-
starfsemina á ný í sambandi við mælingarnar. Til þess
að félagið gæti staðist kostnaðinn, er af þessari starf-
semi leiddi, var óumflýjanlegt að breyta hinum gamla
tekjugrundvelli, sem starf þetta hafði verið bygt á;
gekk það erfiðlega í fyrstu, en tókst þó á viðunandi
hátt, með reglugerð þeirri, er samþykt var fyrir þessa
starfsemi á aðalfundi félagsins 1926 og sem birt er í
Ársritinu sama ár. Enn hefur ekki tekist að koma fullu
samræmi á þessa starfsemi og er þar margt sem veld-