Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 47
49
tilraunastöð félagsins, og láta þeirri skýrslu fylgja góð
ráð og bendingar, eftir því sem við verður komið.
Eg vænti þess jafnframt, að Ársritið geti nú árlega
farið að flytja heildarskýrslur um tilraunir félagsins,
og að þær skýrslur hafi miklu meiri fróðleik að flytja,
heldur en ef um árlegar tilraunaskýrslur væri að ræða.
Síðastliðið sumar voru þessar tilraunir gerðar í til-
raunastöð félagsins:
a. Tilraun með vaxandi skamta af tilbúnum áburði.
Þetta er 3ja árið, sem þessi tilraun er gerð, og birt-
ist nú hér í ársritinu heildarskýrsla um þessa tilraun,
ásamt eldri tilraunum, er ganga í sömu átt.
b. Swmanburður á köfnunarefnisáburði.
Það eru 9 tegundir, sem hér eru reyndar. 4 tegund-
irnar hafa verið reyndar í 3 ár, en 5 aðeins í 2 ár, og
er því erfitt að segja nokkuð ákveðið um þessa tilraun.
Þó mun óhætt að segja, að verkanir saltpéturstegund-
anna, Chilisaltpéturs, Noregssaltpéturs og þýsks kalk-
saltpéturs, séu eins í hlutfalli við köfnunarefnisinni-
hald, þegar um það er að ræða, að bera þær á gras-
lendi. Spursmálið verður því: Hvað kostar kg. af köfn-
unarefni í hverri þessari tegund? Síðastliðið vor kost-
aði það í Chilisaltpétri kr. 2.36, í Noregssaltpétri kr.
1.93 og í þýskum kalksaltpétri kr. 1.81.
c. Samanburður á áburðaraðferðum.
Þessi tilraun er þriggja ára og verður ekkert um
hana sagt að sinni. Annars er hér um málefni að ræða,
sem ástæða er til að taka alvarlega til yfirvegunar og
gera víðtækar tilraunir með. Því miklar líkur virðast
benda til þess, að jafnvel þó vér vöndum hirðingu og
geymslu áburðarins, þá hljótu m vér samt sem áður að
4