Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 49
5l
undum vógu yfir 400 gr. og mjög lítið var undir út-
sæðisstærð.
Aðrar tilraunir tilheyrandi garðyrkju vóru:
f. Sáðtímatilraun með jarðepli (»Up to date« og »Tið-
lig Rósin«).
g. Sáðtímatilraun m$ð gulrófur (íslenskar gulrófur og
Rússneskar gulrófur).
Hvetur þessi tilraun mjög mikið til þess að sá gul-
rófum svo snemma sem unt er, minsta kosti þegar um
þessar tegundir er að ræða.
h. Samanburður á gulrófnaafbrigðum (4 teg.).
í. Samanburður á fóðurrófnaafbrigðum (5 teg.).
j. Samanburður á sléttunaraðferðum á ræktuðu og ó-
ræktuðu laruli með húsdýraáburði og tilbúnum á-
burði (ný tilraun).
Tilraun þessi er einhver sú umfangsmesta, sem gerð
hefur verið hér í Gróðrarstöðinni. Hún tekur yfir eina
dagsláttu af landi og er í 16 liðum með 48 reitum sam-
tals, hver reitur er 50 m2. Að skýra nánar frá fyrir-
komulagi þessarar tilraunar hér, er ekki ástæða til, að
svo komnu máli.
Auk þeirra tilrauna sem hér hafa verið nefndar,
hafa verið gerðar ýmsar smærri tilraunir og athugan-
ir, sérstaklega viðvíkjandi garðyrkju, verður skýrt frá
sumum þeirra í skýrslu garðyrkjukonunnar hér í Árs-
ritinu.
2. Uppskeran.
Uppskera úr görðum var á þessu ári mjög góð. Aft-
ur á móti var töðufengur talsvert rýrari heldur en
1926. Stafar þetta að nokkru leiti af því að kúnum var
beitt á nokkurn hluta túnanna þar til í miðjum júní, en
aðalástæðan er þó þurkarnir síðastliðið vor. Nýting
töðunnar varð aftur á móti hin besta.
4*