Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 51
53
4. Frœðslustarfsemi.
a. Verklegt nám.
Á vornámskeiði 1927 voru:
Guðný Kristjánsdóttir, Bergsstöðum, S.-Þing.
Gauðlaug Baldvinsdóttir, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu.
Nanna Guðmundsdóttir, Berufirði, S.-Múlasýslu.
Sigríður Guðmundsdóttir, Ásgerðarst., Eyjafjs.
Sigrún Guðmundsdóttir, Hallormsstað, S.-Múlasýslu.
Sigurlaug Sveinsdóttir, Felli, Skagafjarðarsýslu.
Á sunuarnámskeiði voru:
Gísli Jónsson, Borgarhöfn, Hornafirði.
Sigríður Jónsdóttir, Stykkishólmi.
Sigrún Kristjánsdóttir, Akureyri.
Sigurbjörg Jónsdóttir, Litlu-Strönd, S.-Þing.
Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Patreksfirði.
b. Fyrirlestrar o. fl.
Síðastliðinn vetur, dvaldi eg í eina viku við Alþýðu-
skólann á Laugum, eftir tilmælum skólastjórans, og
flutti þar fyrirlestra um garðyrkju o. fl. Aðrar fyrir-
lestraferðir hafa eigi verið farnar að tilhlutun Rækt-
unarfélagsins á árinu, er venjulega hlé á þeirri starf-
semi milli þeirra ára, seihl bændanámskeið eru haldin
hér norðanlands.
Bréfaskifti hafa verið allmikil á árinu og mörgum
fyrirspurnum hef eg svarað hér á skrifstofu félagsins.
c. Mælingar og leiðbeiningar.
Breytingar á þessari starfsemi urðu þær á árinu, að
í N.-Þingeyjarsýslu framkvæmdi hr. búfr. Guðmund-
ur Björnsson frá Grjótnesi mælingarnar og í Tjörnes-
og Aðaldælahr. hr. búfr. Baldvin Friðlaugsson frá
Hveravöllum.