Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 60
Skýrsla
um tilraunir með vaxandi skamta af tilbúnum áburði.
Tilraunir þær, sem hér verður gefin skýrsla yfir,
eru tvær. Fyrri tilraunin er framkvæmd á árunum
1914—1917, en síðari tilraunin 1925—’27. Tilgangur
tilraunanna var, að rannsaka hvaða áhrif mismunandi
stórir skamtar, af hinum: þremur venjulegu tegundum
tilbúins áburðar (saltpétri, fósfórsýru og kali) hefðu á
uppskeruna.
Aðferðirnar, sem notaðar eru við framkvæmd þess-
ara tilrauna, eru dálítið ólíkar, verður því skýrt hér
frá hvorri tilraun fyrir sig.
A. Tilraunir 1914—1917.
1. Aðdmgandi.
Árið 1908 var byrjað að undirbúa tilraunir í Gróðr-
stöð Ræktunarfélags Norðurlands, sem átti að upplýsa,
hve mikið vœri nauðsynlegt að bera á, af hinum þrem-
ur höfuðtegundum tilbúins áburðar, til þess að sóma-
samleg uppskera fengist. Landið, sem valið var undir
þessa tilraun, var óræktað svæði í vesturhorni efri til-
raunastöðvarinnar. Landi þessu var bylt vorið 1908 og
skift niður í 32 m2 stóra reiti. Vorið 1908 og 1909