Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 75
77
mjög greinilegar. Fyrri 306 kg. af Noregssaltpétri,
sem borin eru á ha., auka uppskeruna mjög mikið, en
þó er skortur þessa næringarefnis svo mikill, að seinni
306 kg. auka uppskeruna raunverulega eins mikið. Þó
aðeins sé litið á tölurnar, en sennilega talsvert meira,
ef als er gætt, því á það má til dæmis benda, að litur
þeirra réita, sem fengu stærri skamtinn af saltpétrin-
um, var miklu dökkgrænni og gaf auðsjáanlega miklu
kraftmeiri og blaðríkari uppskeru heldur en þeir reit-
irnir, sem minni skamtinn fengu. Líka má taka það
fram, að vel hefði getað borgað sig að tvíslá þá reiti,
sem fengu stærri skamtinn af saltpétri, þó það væri
eigi gert, en slíkt gat eigi komið til mála með neinn
hinna reitanna.
Til þess að gefa hugmynd um útlit hinna einstöku
liða tilraunarinnar er nægilegt að flokka þá í þrent:
1. Allir liðirnir, sem engan saltpétur fengu, báru gul-
grænan lit, aðalgróðurinn klóelfting og hvítsmára-
toppar til og frá. 2. Reitir sem fengu minni skamtinn
af saltpétri, vóru nokkuð ljósgrænir, jurtagróðurinn
mest grös, einkum háliðagras, sem varð þó fremur lá-
vaxið og blaðrýrt, dálítill smárablendingur og ekki
laust við elftingu á sumum reitunum. 3. Reitirnir, sem
fengu stærri skamtinn af saltpétri, báru allir dökk-
grænan lit. Gróðurinn mestmegnis háliðagras, mjög
blaðríkt, mjög lítið af smára en elfting alls eigi.
C. Samanburöur á tilraununum
1914—17 og 1925-27.
Ef vér berum saman niðurstöðumar af þessum
tveimur tilraunumj, sem hér hefur verið skýrt frá,
verður eigi annað sagt en samræmið sé dágott. Að vísu
er árangurinn af fósfórsýruáburðinum nokkuð ólíkur