Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 76
78
en það getur orsakast af mjög eðlilegum ástæðum og
verður vikið að því nánar síðar. Verkanir köfnunar-
efnisins fara aftur á móti mjög í sömu átt. Til þess að
geta fengið réttan samanburð í þessum efnum, verðum
vér að aðgæta það, að í fyrri tilrauninni er notaður
Chilisaltpétur, sem inniheldur um 15% köfnunarefni,
en í síðari tilrauninni Noregssaltpétur, sem inniheldur
aðeins 13% köfnunarefni. Köfnunarefnismagnið, sem
notað er 1914—17, verður því talsvert stærra heldur
en það, sem notað er 1925—27. Reiknað út á ha. verð-
ur þetta þannig:
Köfnunarefni í kg. pr. ha.
1914—1917 1925—1927
I 313 kg. Chilis. 1 626 kg. Chilis. 1 306 kg. Nor.s. í 612 kg Nor.s.
ca. 47 ca. 94 ca. 40 ca. 80
Ef vér nú athugum, hve mikið hey í kg. fæst fyrir
hvert kg. köfnunarefnis í stærri og minni skamtinum
1914—15, 1916—17 og 1925—27, miðað við hvað full-
ur áburður af kali og fósfórsýru gefur í öllum tilfell-
um1, þá verður sá samanburður þannig:
1914—15 1916—17 1925—27 Kg. hey pr. kg. köfunarefn
1914—15 1916—17 1925—27
Uppskera af kali og fosfors án köfn. 910 kg. 1350 kg. 1676 kg. Upptkera af V> Saltpéturáburði 2080 kg. 2890 kg. 3416 kg. 24.9 32.8 43.5
Uppskera af Vi Saitpéturáburði 3630 kg. 4660 kg. 5260 kg. 28.9 35.2 44.8
Áhrif köfnunarefnisáburðarins fara vaxandi í til-
rauninni 1914—17, en þó eru þau talsvert meiri í til-
rauninni 1925—27 og í báðum tilfellunum er árangur-
nn af stærri áburðarskamtinum nokkuð betri heldur
en af þeim minni. (Sjá ennfremur myndina).