Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 79
ul sáðslétta, og hlýtur þetta háliðagras að eiga rót sína
að rekja til fræsáningar. Þrátt fyrir áburðarskort og
illa aðbúð hafa jarðstönglar frægresisins lifað þarna í
jarðveginum árum saman og bera strax þroskamikinn
ávöxt þegar bætt er úr næringarefnavöntun jarðvegs-
ins. Hér komum vér vafalaust að einum stóra ann-
markanúm á sáðrækt vorri. Vegna skorts á aðgengi-
legri næringu, sjást oft og tíðum engin, eða mjög
skammvinn áhrif sáningarinnar. Ef til vill lifa þó
jarðstönglar frægresisins fleiri ár í jörðinni við sult
og seiru, en útrýmast þó smátt og smátt af öðrum, oft
lakari gróðri, sem minni kröfur gerir til næringarinn-
ar, svo sem: Snarrótarpunti, fíflum, arfa, elfting o.
s. frv.
D. Ályktunarorð.
Því miður er hinn beini árangur áburðartilrauna oft-
ast bundinn við þann stað, þar sem tilraunirnar eru
gerðar og nánasta umhverfi. Aftur á móti geta allar
áburðartilraunir haft óbeina almenna þýðingu, við að
auka skilning á notkun áburðarins og lögmálum þeim,
sem næringarþörf jurtanna er háð, og eins við að
vekja oss til alvarlegrar umihugsunar um áburðar-
spursmálin yfirleitt. Þessi tvöfaldi árangur, af til-
raunum þeim er skýrt hefur verið frá hér að framan.
skal nú dreginn saman í stutt yfirlit.
I. Staðbundna þýðingin.
1. Á fyrsta stigi ræktunarinnar þarf landið alhliða
áburð, en þegar jarðvegurinn hefur tekið breytingum,
fyrir áhrif framræslu og ræktunar, er aðeins þörf á
köfnunarefnisáburði, en hve lengi einhliða köfnunar-
efnisáburður er fullnægjandi, verður eigi séð af til-
rauninm.
6