Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 81
83
feng sinn um 300 hesta og ber á þetta land 306 kg. af
Noregssaltpétri á ha. Á þann hátt eykur hann upp-
skeruna upp í 34 hesta af ha. eða um 19 hesta af hverj-
um ha. Til þess að vinna 300 hesta á þennan hátt, þarf
hann að bera á ca. 16 ha. Ef hann nú aftur á móti ber
612 kg. af Noregssaltpétri á ha., getur hann fengið 53
hesta af ha. eða aukið uppskeruna um 38 hesta af
hverjum ha. og þarf þó aðeins að bera á 8 ha. til þess
að vinna 300 hesta af heyi. Áburðarmagnið er í báðum
tilfellunum það sama, en í fyrra tilfellinu þarf bóndinn
að hirða um og vinna að helmingi stærra landi heldur
en í því síðara. Þó að vér reíknum alla vinnu eins
nema sláttinn á helming þess lands, sem þurfti að nota
í fyrra tilfellinu, þá kostar hann með núgildandi verð-
lagi ca. kr. 200.00, en auk þessa fær öll uppskeran
meira fóðurgildi, þegar mikill áburður er notaður,
heldur en þegar áburður er af skornum skamti. Hvort
svona mikil áburðarnotkun geti borgað sig skal ekki
svarað hér nema að litlu leiti. f dæminu sem tekið var,
borgar sig auðsjáanlega betur að bera allan áburðinn
aðeins á 8 ha. heldur en dreifa honum yfir 16 ha., en
til þess að rannsaka hvort notkun tilbúins áburðar geti
borgað sig yfirleitt, er á ýmislegt að líta og skal eg
nefna hér það helsta.
1. Hvað kostar áburðurinn? 2. Hvað getur vér haft
mikið upp úr heyinu? 3. Hvað kostar öflun sama fóð-
urmagns (ekki hestatölu) á óræktuðu landi? 4. Hvað
getum vér fengið mikinn uppskeruauka fyrir hverja
verðeiningu í tilbúnum áburði? Þessu síðasta atriði
verður ekki svarað ákveðið nema með rannsókn á
hverjum stað, en fyrir hinum atriðunum á hver og einn
að geta gert sér nokkura grein.
Ef bóndinn, sem eg tók til dæmis hér að ofan, gæti
nú ekki aðeins látið sér nægja að bera á landið, sem
6*