Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 82
84
hann vildi auka uppskeruna af, heldur yrði hann líka
að kosta til sléttunar á því, þá gæti hann, ef hann not-
aði stærri áburðarskamtinn, sparað sér sléttunarkostn-
að á 8 ha., en fengi þó sama uppskeruauka eins og ef
hann hefði slétað 16 ha. og notað minna áburðarmagn-
ið. Það getur nú munað um minna!
3. Einhliða áburðarnotkun er varasöm og aldrei ráð-
leg að órannsökuðu máli, þegar um nýræktarland er
að ræða, þó hún geti verið fyllilega réttmæt, um tak-
markaðan tíma, þegar gömul tún í góðri rækt eiga í
hlut.
4. Nauðsynlegt er fyrir hvern bónda, sem vill nota
tilbúinn áburð, að gera athuganir með mismunandi
notkun hans á túnum sínum og nýrækt, vilji hann fá
sem mestan og bestan árangur af áburðinum. Mjög
einfalt væri til dæmis að gera tilraun eftir sýnishorni
því er hér birtist.
a. Enginn áburður.
b. 0.75 kg. Noregssaltpétur.
c. 1.5 kg. Noregssaltpétur.
d. 1.5 kg. Noregssaltpétur, 1 kg. Supperfosfat.