Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 83
85
e. 1.5 kg. Noregssaltpétur 2 kg. Supperfosfat.
f. 1.5 kg. Noregssaltp., 2 kg. Supperfosf., ]/2 kg. Kali.
g. 1.5 kg. Noregssaltp., 2 kg. Supperfosf., 1 kg. Kali.
h. 55 kg. kúamykja.
i. 110 kg. kúamykja.
Alt miðað við 5X5 = 25* stóra reiti. Af því tilraun
þessi yrði aðeins einföld, er áríðandi að velja landið
fyrir hana með sem mestri nákvæmni svo það verði
sem jafnast.
5. Þeir, sem vilja gera sáðsléttu, verða umfram alt
að fullnægja kröfum sáðgresisins til nægilegs og auð-
leysts áburðar, ef þeir vilja gera kröfur til sæmilegs
árangurs af fræsáningu.
Notkun tilbúins áburðar hefur á síðustu árum vaxið
mjög mikið hér hjá oss og alt virðist benda til þess, að
hún muni á næstu árum vaxa mjö'g mikið frá því sem
nú er. En útlendur áburður er talsvert dýr, og það
skiftir því miklu máli, að hann sé notaður á sem hag-
kvæmastan hátt. Alt það, sem aukið getur þekkingu á
notkun þessara áburðarefna og áhrifum þeirra á gras-
rækt vora, er hverjum, bónda nauðsynlegt að vita. Og
þó tilraunir þær, sem hér hefur verið skýrt frá, hafi
á vissan hátt staðbundna þýðingu, þá gefa þær líka
margar upplýsingar og bendingar, sem hverjum þeim
er jarðrækt stundar, er nauðsynlegt að þekkja.
Akureyri í jan. 1928.
Ólafur Jónsson.