Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 84
Skýrsla
um dreifðar áburðartilraunir á graslendi, gerðar að
tilhlutun Ræktunarfélags Norðurlands 1904—1908.
Tilraunir þær, sem hér verður skýrt frá, eru um 40
að tölu og eru gerðar víðsvegar um Norðurland á árun-
um 1904—1905 og 1908. Þær eru allar einfaldar til-
raunir, þ. e. það er ^ðeins notaður einn reitur fyrir
hvem tilraunalið. Þær eru ennfremur allar eins árs til-
raunir. Flestar eru tilraunir þessar í 9 liðum, og fengu
liðimir áburð sem hér segir: 1) Enginn áburður, 2)
Kali, 3) Supperfosfat, 4) Chilisaltpétur, 5) Kali og
Supperfosfat, 6) Kali og Chilisaltpétur, 7) Supperfos-
fat og Chilisaltpétur, 8) Kali, Supperfosfat og Chili-
saltpétur, 9) Húsdýraáburður (kúamykja).
Kaliið, sem notað var, var 37% Kaliáburður og var
borið á af því sem samsvaraði 157 kg. á ha. Supper-
fosfatið var 18% Supperfosfat, áburðarmagn 470 kg.
á ha. 1904 en aðeins 307 kg. 1905 og 1908. Af Chili-
saltpétrinum vóru notuð 157 kg. á ha. og af kúamýkju
11905 kg. pr. ha.
Stærð reitanna, sem notaðir vóru, var 9 fer.faðm.
Uppskeran í flestum tilfellum aðeins vegin grasþur og
síðan reiknað út heyrrtagnið. Hefur verið notað mjög
hátt hey % (45—55%) við þennan útreikning.
f skýrslum þeim, sem hér birtast, er uppskeran