Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 99
105
Efamál er, hvort það sje hagfræðilega rjett að nota
smáa áburðarskamta á lítið ræktaða jörð (samanb.
skýrslu bls. 62—85).
3. Tilraun á óræktuðu landi.
Tilraunir þessar eru samtals 26 og má svo kalla, að
í þeim öllum hafi greinilegur skortur á köfnunarefni
komið í ljós. í þeim tilraunum, sem gefið hafa um og
yfir 15 hesta uppskeruaukning af ha. er líka venjulega
mjög greinilegur skortur á fosforsýru eða jafnvel kali,
og í mörgum tilfellum er það annaðhvort þessara efna,
sem skortir mest og setja uppskerunni takmörk. Áhrif
köfnunarefnisins koma þá fyrst í ljós, þegar þessi efni
hafa verið borin á. Aftur á móti skortir köfnunarefn-
ið fyrst og fremst í öllum þeim af þessum tilraunum,
sem gefið hafa undir 15 hesta uppskeruaukning af ha.
og í mörgum af þessum tilraunum kemur enginn
greinilegur skortur á kali eða fosforsýru í Ijós. Þetta
sýnir oss greinilega, að þar sem köfnunarefnisskortur-
inn er á háu stigi, eru 157 kg. af Chilisaltpétri á ha. of
lítill áburður til þess að hefja uppskeruna að mun,
enda er þetta mjög lítið áburðarmagn. Aftur á móti
hefur verið notað hlutfallslega meira af kali og fosfor-
sýru. Þar sem verulegur skortur hefur verið á þessum
efnum, en köfnunarefnisskorturinn ekki mjög tilfinn-
anlegur, hefur því uppskeruaukningin getað orðið
mjög sómasamleg af þeim áburðarskömtum, sem not-
aðir hafa verið í þessum tilraunum. Af þessum til-
raunum á óræktuðu landi, getum vér dregið eftirfar-
andi ályktanir:
Á óræktuðu landi skortir nær altaf auðleyst köfnun-
arefni, en auk þess getur oft fosforsýra og jafnvel kali
skort þar mjög tilfinnanlega. Einhliða aburðamotkun
því óráðleg á þesskonar landi, að órannsökuðu máli.