Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 106
112
én vér getum, í þessu sambandi, stuðst fyllilega við
erlendar tilraunir, og vil eg því tilfæra hér nokkrar
tölur frá slíkum tilraunum, sem gerðar voru á til-
raunastöðinni Aarslev á Fjóni á árunum 1911—18. Eg
vil þó taka það fram, að hér er aðallega að ræða um
rannsóknir á tapi hins fasta áburðar við geymsluna,
því þvaginu var safnað sérstaklega í loft- og lagarþétta
gryfju, og á sama hátt var áburðarvatninu, sem rann
frá haugstæðinu, safnað. Heildartapið hefur þar af
leiðandi alt orðið við uppgufun frá áburðinum. Tapið
er miðað við ársáburð undan einni kú í öllum tilfellum.
Fastur Köfnunar- Áb.als Köfnunar
áburð. efnistap efnistap
kg- % kg. als %
í húsi, samanþjappaður 8858 7.6 12690 6.6
í húsi, laus 8795 14.1 12596 11.8
1 opnu haugst., samanþj. 8856 10.3 12682 7.6
I opnu haugst., laus 8853 14.9 12697 11.4
Þessar tölur eru að ýmsu leiti lærdómsríkar. Þær
sýna oss að tapið í fasta áburðinum verður eins mikið
í húsi og opnu haugstæði, þegar haugurinn er látinn
liggja laus. I öðru lagi sýna þær, að vinningurinn við
að geyma fasta áburðinn í húsi er enginn, þegar regn-
vatninu úr haugstæðinu er safnað, en nemur 2.7% af
köfnunarefnisinnihaldi fasta áburðarins, ef regnvatnið
er látið renna burtu. Þessi munur er svo lítill, að tæp-
lega gæti komið til mála að byggja vandað áburðarhús
yfir fasta áburðinn einan, til þess að hindra þetta tap,
og þar sem regnvatnið í þessum tilraunum hefur num-
ið 2—3 m3 pr. áburð undan kú, er mjög vafasamur
vinningur að safna því. Tapið frá áburðinum verður
sennilega miklu meira, heldur en hér hefur orðið, þeg-
ar um það er að ræða, að geyma fastan og fljótandi á-