Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 108
114
ið áhrærir, er þetta verðm,ætasti og jafnframt vand-
geymdasti hlutinn.
Er nú ekki ástæða til að álykta, út frá þessu sjónar-
miði, að stærsta sporið, sem vér getvrn stigið, til þess
að bæta hirðingu áburðarins, sé að aðskilja fastan og
fljótandi áburð, geyma þvagið vel og vandlega, en gera
oss geymslu mykjunnar sem kostnaðarminsta.
Það liggur í augum uppi, að tilkostnaðurinn við
þannig lagaða áburðarhirðingu, verður mun minni,
heldur en þegar byggja þarf hús yfir allan áburðinn.
í áburðarhúsum þarf að ætla áburðinum undan einni
kú 10 m3 rúm, í þvaggryfju þarf aðeins þriggja m3
rúm fyrir hverja kú. Einnig verður miklu auðveldara,
að sjá fjósunum fyrir nægilegu þurefni, þegar þvag-
inu er safnað sérstaklega, en á því vill oft verða mis-
brestur, þegar öllum áburðinum er safnað í einu lagi.
Stærsti ávinningurinn liggur þó sennilega í tryggari
varðveislu verðefna áburðarins meðan á geymslu hans
stendur og þó sérstaklega þegar að því kemur að hag-
nýta hann sem jurtanæringu. Skal nú vikið að þessu
þýðingarmikla atriði.
Svo ábótavant, sem áburðarhirðingu vorri hefir oft
perið háttað, þá eru þó ýmsar líkur sem benda til þess,
að aðaltap verðmætra efna áburðarins eigi sér oftast
stað við notkunina. Svo sem kunnugt er, notum vér á-
burðinn aðallega á gróna jörð, dreifum þá áburðinum
í þunt lag út yfir jörðina og látum hann liggja þannig
um lengri tíma fyrir áhrifum sólar og vinda. Að hér
eigi sér stað mjögmikiðtap,getumvér auðveldlega gisk-
að á út frá innlendri reynslu, og skal eg nefna hér nokk-
ur atriði: Allir, sem við jarðrækt hafa fengist, þekkja
það, hve glæsilegan árangur áburður oft gefur sem
undirburður í þaksléttum, og sjást þessa oft merki í
fleiri ár. Þá er það ekki óþekt, hve mikla þýðingu fyr-