Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 113
119
2. Gaddvöltun. Þessi aðferð er vitanlega framkvæm-
anleg, því gaddvöltun kostar tiltölulega lítið. Þó er ó-
rannsakað, hve þétt er heppilegt að gaddvalta, en sæmi-
lega er hægt að gera það annaðhvert ár á túnum í góðri
rækt. Annars virðist veðráttufar geta haft áhrif á á-
rangurinn af gaddvöltun. Þannig gaf til dæmis gadd-
völtun engan árangur í Gróðrarstöðinni 1915, og var
því kent um að vorið var sérstaklega kalt. Sennilega er
þessi aðferð líka varhugaverð í þurkavorum.
Báðar þessar aðferðir hafa sína annmarka, og aldrei
getur verið um það að ræða, að koma nema litlum
hluta áburðarins niður í jörðina á þennan hátt.
3. Að bera áburðinn á í fljótandi ásigkomulagi.
Það getur tæplega verið um það að ræða, að þvo allan
áburðinn út. Fyrirhöfnin mundi verða mjög mikil, og
þess má líka gæta, að vitanlega er það aðeins nokkur
hluti áburðarefnanna, sem leysist upp og sígur með
vatninu niður í jörðina. Aftur á móti liggur það í aug-
um uppi, að það er stór vinningur, að geta borið áburð-
inn á í fljótandi ásigkomulagi, ef það verður gert án
nokkurs verulegs kostnaðarauka, og það þar af leið-
andi er hrein og bein flónska, að keppast við að breyta
þeim hluta áburðarins, sem frá náttúrunnar hendi er
fljótandi, í fastan áburð, eins og vér nú alment gerum
með þvagið. í þvaginu eru %—/2 verðmætra efna á-
burðarins og vafalaust talsvert meira, ef vér tökum
tillit til hins raunverulega verðmætis, því í þvaginu er
auðleystasti og aðgengilegasti hluti köfnunarefnasam-
banda áburðarins. Ef vér aðeins hirðum og notum
þvagið réttilega, getum vér fengið þessi verðmætu efni
niður í jörðina, án verulegs taps, en til þess þetta geti
orðið, verðum vér að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Flórar í fjósum og hesthúsum! verða að vera al-
steyptir og þannig útbúnir, að fastur og fljótandi á-