Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 114
120
burður aðskiljist auðveldlega. Til þess þetta verði,
verða flórarnir að vera breiðir, steyptir með dálitlum
halla frá básstokk að traðarstokk og best að hafa ofur-
litla rennu meðfram traðarstokknum, sem þvagið geti
runnið í. úr þessari rennu þarf að leiða þvagið gegn-
um rör, lokað með vatnslás, niður í þvaggryfjuna.
2. Þvaggryfjan þarf að vera steypt, gólf og veggir
úr vatnsþéttri steypu, svo stór að hún rúmi ársþvagið
(3 m3 4 fyrir hverja kú og 2 m3 fyrir hvern hest). Þak
gryfjunnar verður að vera loftþétt úr hvaða efni sem
það er, því engin loftskifti mega eiga sér stað í gryfj-
unni. Til þess að sýna, hve áríðandi þetta er, set eg hér
nokkurar tölur, sem eru fundnar við rannsókn á þvagi
í þvaggryfjum, misjafnlega vel þöktum, á Jótlandi.
Köfnunarefni
í þvaginu °/c Hlutföll
13 gryfjur ágætlega þaktar 0.62 100
30 gryfjur sæmilega þaktar 0.52 83
16 gryfjur illa þaktar 0.41 66
13 gryfjur mjög illa þaktar 0.29 47
3. Til þess að hægt sé að koma því við að nota þvag-
ið í fljötandi ásigkomulagi, þarf land það, sem þvagið
er borið á, að vera svo slétt, að hægt sé að fara um það
með venjulegan hestvagn.
4. Til þess, að ná þvaginu úr gryfjunum og dreifa
því, þarf áhöld. Þvaginu má dæla upp með forardælum,
síðan má aka því út á landið í tunnum. Best er að þess-
ar tunnur séu jafnbola og liggi á vögnunum. Þvaginu
er dreift úr tunnunum með dreifurum, sem eru festir
á tunnurnar, af þeim eru til ýmsar gerðir, en bestir
eru góðir rördreifarar. Skilyrði til þess að hægt sé að
nota rördreifara er, að þvagið sé ekki blandað föstum
áburði að neinu ráði. Þetta má fyrirbyggja, með því að