Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 19
Skýrsla
um starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands 1932.
I. T ilraunastarfsemin.
Eins og að undanförnu hefir tilraunastarfsemin
skipað öndvegi í starfsemi félagsins. Að þessu sinni
verður eigi skýrt frá árangri tilraunanna, en látið
nægja að gefa stutt yfirlit yfir, hve umfangsmikill
þessi liður í starfsemi félagsins er. Æskilegt væri að
birta innan skamms yfirlit jrfir tilraunastarfsemi
Ræktunarfélagsins frá byrjun, en til þess hefir eigi
unnist tími að þessu sinni og verður það því að bíða
næsta Ársrits.
Tilraunum hefir fjölgað á árinu. Að vísu hafa 4 til-
raunir, sem getið var um í síðustu skýrslu, 1, 3, 8 og 13
ekki verið starfræktar, en við hafa bæst 6 nýjar til-
raunir og eru tilraun með mismunandi aðferðir við að
herfa niður grasfræ og tilraun með mismunandi sáð-
tíma á grasfræi þær merkustu og umfangsmestu. Til-
raunir, sem starfræktar hafa verið í sumar, hafa því
verið 22 og er reitafjöldi þeirra samlagður 511. Stærð
reitanna er frá 25—68 m2.
Þá hefur verið gerð tilraun með að þurka hey á hesj-
um; lánaðist það vel, en efnið í hesjurnar virðist of
dýrt til þess, að þessi heyþurkunaraðferð geti komið að
liði hér.