Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 27
20
Af fjölærum blómum mætti minnast Aquílegíu, sem
sérstaklega náði hér góðum þroska í sumar, þessi
planta hefur verið hér áður, en aldrei eins mikið og i
eins fjölbreyttum litum. Aquílegía er alveg skínandi
falleg planta í garða og blómin hennar sérlega falleg
til afskurðar.
Verbascum (Kóngaljós) náði einnig góðum þroska,
varð t. d. ein plantan mannhæðar há, með stórum og
fallegum blöðum og skrautlegum blómum. Af fjölærum
blómplöntum var mikið selt héðan í vor og dálítið af
sumarblómaplöntum líka. Aftur var plantað út í sum-
ar töluvert miklu af fjölærum plöntum til næsta árs,
hvernig sem veturinn skilar þeim á komandi vori. Það
er altaf svo mikill vandi að ganga frá plöntum undir
veturinn.
Það vill verða svo hér, að þau sumarblóm, sem sáð
er til úti, ná því ekki öll að blómstra, það fellur altaf
mikið af þeim blómum hálfútsprungið, það er mikið
vissara með það, sem sáð er inni og plantað út, þó kom-
ið geti fyrir, að það nái ekki heldur fullum þroska, eru
líkurnar þó miklu meiri. Það er því mjög nauðsynlegt
fyrir þá, sem blómarækt stunda, að hafa vermireiti og
geta sáð snemma að vorinu, svo plönturnar séu kröft-
ugar þegar þeim er plantað út í garðinn. Og ætíð skyldi
minnast þess, að vandvirkni þarf við að planta út
blómum.
Matjurtir.
Með þær gekk heldur seint í sumar, en fékst þó um
síðir sæmileg uppskera. Það var með seinna móti, sem
hægt var að sá út í garðinn, 18. maí var sáð úti maí-
næpum, radísum, salati, spínati o. fl., spratt það alt
sæmilega vel um síðir. Ýmsum káltegundum var sáð í
vermihúsinu 20. apríl og nokkru aftur 3. maí. 2. júní