Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 69
71
2. ódýrari húsagerð og betra fyrirkomulagi um
framkvæmdir verksins.
Að vísu verður ekki mikið dregið úr húsrýminu frá
því, sem gert hefur verið sumstaðar á nýbygðum
bændabýlum. En krafan um ótakmarkaða endingu
verður að hverfa, þar sem það sýnir sig, að hún hefir
of mikinn kostnað í för með sér- Líklegt er að falla
verði frá steinhúsunum í sveitum landsins, og í stað
þess byggja úr torfi, timbri og járni. Fyrirkomulag
húsanna verður að vera sérlega einfalt og mörg býli
bygð á sama stað í senn.
Eg hugsa mér, að íbúðarhúsið sé aðeins ein hæð og
kjallaralaust. Undirstöður þess séu hlaðnar úr grjóti
og nái aðeins lítið eitt upp úr jörðu. Á þessum undir-
stöðum sé svo reist trégrind. Utan á hana klætt með
bárujárni á trérimla, og nái járnið lítið eitt niður í
jarðveginn utan við undirstöðurnar. Upp í grindina að
innanverðu sé svo hlaðið þurru reiðingatorfi. Þar inn-
an við fóðrað með ódýrum plötum, t. d. krossvið eða
»Massonite«. Gólfið hugsa eg mér gert þannig, að neð-
an á trébita sé strengt tinað vírnet, á það þakið með
reiðingatorfi milli bitanna, og síðan lögð á þá venjuleg
góð gólfborð og olíuborin eða máluð. Þakið sé gert á
svipaðan hátt og útveggirnir. Skilveggir allir úr tré-
stoðum og þunnum plötum. Þess verður að gæta, að svo
fátt sé af hurðum og gluggum sem hægt er-
Eg vil gera fjósið í aðalatriðum sem íbúðarhúsið.
Innanþiljum er þó sjálfsagt að sleppa, og vil eg í
þeirra stað festa torfstrengina saman og við stoðirnar
með löngum trénöglum og kalka yfir á venjulegan
hátt. Innan á sperrur má strengja tinað vírnet, þekja
á það með góðu torfi og klæða svo yfir með bárujárni
á langbönd. Stéttar fjóssins og flóra verður að steypa.
Milligerðir og jötur er sjálfsagt að gera úr tré.