Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 36
38
ræða. Vér skulum nú athuga lítilsháttar á hvern hátt
gróður þessa lands fær næringu sína.
1. í andrúmsloftinu er altaf meira og minna af ryki,
sem að sumu leyti á rót sína að rekja til gróðurlendis,
sem er að blása upp, en að nokkuru leyti berst til jarð-
arinnar utan úr geimnum. i ryki þessu er talsvert af
jurtanærandi efnum og þegar það fellur á graslendi
geta þau komið jurtum þeim að notum, er þar gróa.
2. í regni og leysingarvatni er líka oft talsvert af
jurtanærandi efnum, annaðhvort í uppleystu ásigkomu-
lagi eða sem dust og leir. Þegar vatnið sígur í gegnum
jarðveginn, getur gróðurinn haldið þessum efnum eft-
ir og hagnýtt sér þau.
3. Smáverugróður og dýralíf jarðvegsins geta líka á
ýmsan hátt auðgað hann af jurtanæringu, en stuðla þó
sérstaklega að flutningi næringarefnanna og um-
myndun.
4. Það sem þó vafalaust skiftir mestu máli í þessu
sambandi, er frjóefnaforði sá, sem í vissum tilfellum
hefir safnast fyrir í jarðveginum, þar sem vatn hefir
hindrað fullkomna rotnun gróðursins. Eðlilega eru
mest brögð að þessu í mýrunum og eru dæmi til þess,
ef slíkur jarðvegur þornar rækilega, þá getur hann
skilað bestu uppskeru í áratugi, án nokkura frekari að-
gerða. Það er fyllilega réttmætt að færa sér þennan
frjóefnaforða í nyt, svo sem frekast má verða; meðan
skilyrðin eru slík, að jurtaleifarnar geta eigi rotnað og
leyst í sundur, verða þær engum að gagni og það ásig-
komulag, sem jarðvegurinn er í, hindrar góða hagnýt-
ing áburðarefna og sprettu kjarngóðra fóðurjurta.
Það er litlum vafa undirorpið, að í mörgum af gömlu
túnunum og sömuleiðis í mörgum af þeim löndum, sem
vér á undanförnum árum höfum tekið til nýyrkju, eig-
um vér auðæfi, sem eigi notast vegna þess, að fram-