Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 50
52
slá fyrri slátt snemma til að hindra það, að grasið vaxi
honum yfir höfuð og kæfi hann, en eftir fyrri slátt fer
smárinn að vaxa eins hratt eða jafnvel hraðara en
grasið. Fjöldi sláttanna hefur líka veruleg áhrif á út-
breiðslu smárans; sé þríslegið sama sumarið og fyrsti
slátturinn sleginn hæfilega snemma, getur auðveldlega
farið svo, að síðasta uppskeran verði mestmegnis smári
og er á þennan hátt hægt að auka smárann til mikilla
muna í túnum, þar sem einhver smáraslæðingur er.
Ef vér sláum þrisvar, eða sláum fyrri slátt nokkuru
áður en grös eru fullsprottin, fáum vér venjulega
minni heildaruppskeru, heldur en ef vér bíðum með
sláttinn, þar til gróðurinn er nærri fullþroskaður, en
þar sem fóðurgildi snemmslegnu töðunnar er meira en
hinnar síðslegnu, getum við samt sem áður fengið
meira fóður, með því að slá snemma, þegar tillit er
tekið til þess verðmætis og notagildis, sem uppskeran
hefur. í eftirfarandi tilraun er gerður samanburður á
2 og 3 slátt'um á smárareitum og grasreitum. Uppsker-
an er talin í 100 kg. pr. ha.
Smárareitir. Grasreitir.
tvíslegnir þríslegnir tvíslegnir þríslegnir
84,0 87,0 86,0 71,5
Þríslegnu reitirnir voru slegnir í fyrsta sinn 8. júní,
en þeir tvíslegnu ekki fyr en 24. júní. Ef vér athugum
þessar niðurstöður nokkuru nánar, þá sjáum vér, að
þríslegnu grasreitirnir gefa mun minni uppskeru en
þeir tvíslegnu, en á smárareitunum er þetta öfugt, þá
sjáum vér ennfremur, að tvíslegnu smárareitirnir hafa
gefið heldur minni uppskeru heldur en tvíslegnu gras-
reitirnir og á að það vafalaust rót sína að rekja til
þess, að smárinn nýtur sín eigi, vegna þess, hve seint
er slegið. Að lokum sjáum vér að þrísleignu smárareit-