Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 103
105
nást, að hægt verði að segja, að hér séu til ræktun kyn.
— Ræktuðu kynin eiga alloft ætt sína að rekja til ein-
stakra kynforeldra, eða mjög skyldra dýra, sem sér-
staklega hafa verið höfð til undaneldis af því að þau
hafa haft ákveðna, æskilega eiginleika.
Kynin eru þannig mynduð af svonefndum kynstofn-
um, en kynstofnarnir eru venjulega komnir af einstök-
um ágætisdýrum, sem hafa haft óvanalega mikið og
ábyggilegt arfgengi, og nú á tímum er það skoðun
margra, að eigi náist langt í umbótaátt með húsdýra-
kynbætur, nema með því eina móti að menn nái í ein-
stök ágætisdýr, sem grundvalla megi á kynstofninn.
Það þarf því, til þess að geta myndað góða kynstofna
að ná í ágætis stofnfeður eða stofnmæður. Af fvr
sögðu vona eg að mönnum verði ljóst að eitt hið allra
verulegasta atriði við kynbætur er að halda ættartölu-
bækur, fóður- og afurðaskýrslur, svo hægt sé að rekja
sig eftir skýringum þeim sem í þeim felast, og með því
finna hvernig eiginleikarnir erfast, því með því einu
móti er hægt að búast við að menn hitti og geti varð-
veitt þá kynstofnana, sem hreinastir eru að arfgengi
og þá um leið hentugastir fyrir tilganginn.
Þótt kynbætur verði að sjálfsögðu að byggjast á úr-
vali, svo að jafnan séu valin til undaneldis svo góð dýr,
sem föng eru á, þá má heldur eigi gleyma hinu, að þau
verða ekki svo góð, sem þau gætu orðið, nema uppeldi
og öll meðferð sé í samræmi við kröfurnar, sem gerð-
ar eru til þeirra.
Til þess að þau verði sem best, verða þau fyrst og
fremst að fá nægilegt og hentugt fóður í uppvextinum
og jafnhliða góða hirðingu. Með ríkulegu og hentugu
fóðri á uppvaxtarárunum, má eigi aðeins fá dýrin
þroskameiri, heldur líka hafa áhrif á byggingarlag
þeirra, sem er sjálfsögð afleiðing af ríkulegu og hent-